Aðlögun úkraínsks flóttafólks á unglinga- og framhaldsskólastigum: hvað ef nemendurnir tala einfaldlega ekki tungumálið?

Mynd: Michele Ursi / Adobe Stock

Síðustu vikurnar hafa um fimm milljón Úkraínumanna farið yfir landamærin yfir í Evrópusambandið. Þó menntamálaráðherra Úkraínu hafi staðið sig með ágætum við að setja upp nám á netinu fyrir alla nemendur á unglinga- og framhaldsskólastigum eru enn hindranir sem þarf að yfirstíga. Mialy Dermish frá SIRIUS Network fjallar um félagslega og málfarslega inngildingu fyrir úkraínska nemendur og leið þeirra til árangurs í menntun.

Eftir að hafa eytt nokkrum dögum í Varsjá og stjórnað alþjóðlegu menntamálþingi sem bar yfirskriftina „Education of Ukranian Refugess: an initial policy dialogue amongst refugee receiving jurisdictions“ get ég sagt að örlætið og stuðningurinn sem nærsamfélögin hafa sýnt komufólki er sannarlega hrífandi. Jafnframt verður að segjast eins og er að félagsleg og menntunarleg innngilding nýrra nemenda er ekki sjálfgefin.

Inngilding í rannsóknum

Þegar nýir nemendahópar koma í stærri hópum en áætlað var og kennara og skólastjórnendur skortir þá reynslu, þjálfun og stuðning sem þarf til að aðlaga þá að bekknum sjáum við nokkuð einsleit viðbrögð um allan heim: setjum nemendur í sérstaka kennslustofu og finnum flóttamann eða tungumálakennara til að kenna þeim þar til þeir eru tilbúnir að fara í venjulegan bekk.

Hins vegar taka þessi velviljuðu viðbrögð ekki tillit til þess hvernig heilinn okkar virkar. Sérhver kennari mun segja þér að endurtekning sé lykillinn að yfirburðaþekkingu og hvaða tungumálakennari sem er mun segja þér að meiri útsetning þýðir meiri færni. Reyndar sýna rannsóknir að með nokkurra klukkustunda útsetningu daglega tekur það nemendur þrjá til sex mánuði að öðlast félagslega tungumálakunnáttu. En hversu mikla útsetningu fyrir pólska tungumálinu heldur þú að ég myndi fá ef ég væri í bekk fullum af úkraínskum börnum?

Inngilding í reynd

Í reynd munu kennurum sem hafa takmarkaða eða enga reynslu af þeim sem hafa annað móðurmál í bekknum finnast það krefjandi að hafa þá með – sérstaklega í lok skólaársins, eins og við sjáum núna. Hvernig getum við því raunverulega farið að sérblöndun barna?

Mörg Evrópulönd hafa náð árangri með móttökubekkjum í takmarkaðan tíma: aðskildir bekkir sem varða frá einum degi til tveggja vikna – eða allt að þrjá mánuði fyrir eldri unglinga – svo flóttanemendur geti lært undirstöðuatriðin áður en þeir fara í almenna bekki.

Annar valkostur sem finnst bæði í Bretlandi og Frakklandi er að setja nemendur strax inn í venjulega bekki með svokölluðum full immersion áætlunum, með eða án markviss tungumálastuðnings. Þessi markvissi stuðningur getur verið til dæmis að hafa tungumálakennara sem tekur börnin úr kennslustundum í 20 mínútur eða svo á dag, eða aðstoðarkennara sem hefur reynslu af kennslu þeirra sem hafa annað móðurmál eða tala móðurmál nemendanna og geta veitt stuðning í kennslustundum.

Það sem skiptir máli er að nemendur eyði verulegum hluta dagsins umkringdir nýju tungumáli á fyrsta ári sínu í skólanum og nái þannig markmiðum að kynnast og byggja upp traust bönd við færa mælendur.

Inngilding á próftímum

Maí er nú þegar genginn í garð. Hvað með próftímabilið? Við getum ekki látið börn þjást með því að setja þau í bekki með nemendum sem eru einfaldlega ekki tilbúnir að taka próf. Raunverulega vandamálið er auðvitað ofurtraust á stöðluð próf, en því miður er það ekki eitthvað sem mun breytast í bráð.

Í millitíðinni getum við hvatt menntamálaráðuneyti til að veita nemendum sem eru í bekk með nýjum flóttabörnum viðbótareiningar.

Við getum líka leitað að heppilegum tímum til að auka útsetningu fyrir tungumálinu fyrir utan „ítroðslulotur“.

  1. Listir, tónlist, íþróttir og sumir stærðfræðitímar geta oft verið „auðveldari“ rými fyrir inngildingu. Það gæti líka verið valkostur að stjórna inngildingu þegar niðurstöður úr prófum skipta minna máli.
  2. Við getum aukið tungumálaútsetningu flóttafólks utan skóla með morgunverði fyrir allan skólann eða hálfskipulögðum verkefnum í frímínútum. Við getum einnig hvatt foreldra til að skipuleggja tækifæri fyrir nemendur að blanda saman geði eftir skóla, eða para flóttafjölskyldur/-nemendur við staðbundna nemendur í jafningjanámi.
  3. Á sumrin getum við skipulagt verkefni og búðir sem koma staðbundnum og flóttanemendum saman, eða bjóða fjölskyldum í skólann í lautarferðir og grillveislur. Foreldrar, félagsráðgjafar og háskólanemendur sem eru reiprennandi í kennslumálinu gætu einnig hafið listaverkefni, íþróttateymi eða tónlistarverkefni fyrir nemendur á unglinga- og framhaldsskólastigum.

Það er kannski ekki rétta leiðin að taka nýbúa inn í bekki á próftímabilinu, sérstaklega fyrir nemendur sem ljúka úkraínsku námi sínu á netinu á þessu ári. En fyrir nemendur sem munu eyða nokkrum mánuðum í menntakerfum okkar er mikilvægt að skilja að félagsleg inngilding er forsenda bæði málfarslegrar inngildingar og árangurs í menntun. Með þessu gerum við úkraínskum nemendum kleift að gera það besta úr núverandi stöðu sinni, sem gerir þeim þannig kleift að snúa heim eftir farsæla menntareynslu, eða vera eins lengi og nauðsynlegt er í gistilandi sínu.

Til að lesa meira um þetta viðfangsefni er hægt að sækja þessa kynningu um hvernig eigi að koma í veg fyrir aðskilnað


Mialy Dermish

.

Mialy Dermish er framkvæmdastjóri SIRIUS Network. Hún starfaði áður með svæðisfulltrúa Flóttamannastofnunar SÞ fyrir ESB-mál í Brussel.