Kennarar og skólastjórnendur

Það eru meira en 5 milljónir kennara í Evrópu. Þekking, færni og viðhorf hvers og eins þeirra skiptir miklu máli og gæði kennslu þeirra hafa bein áhrif á árangur nemenda. Á sama tíma aukast og breytast kröfurnar sem gerðar eru til kennara sem þýðir að þeir þurfa stuðning til að þróa stöðugt eigin þekkingu og færni. Það er því nauðsynlegt að þeir fái faglega þróun í hæsta gæðaflokki, frá upphafi kennaramenntunar, í gegnum starfsstuðning fyrir kennaranýliða og síðan tækifæri til áframhaldandi faglegrar þróunar alla starfsævina.

Forysta hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að skapa forsendur fyrir velgengni á öllum stigum menntunar og þjálfunar. Skólaleiðtogar - sem þýðir ekki bara skólameistarar - gegna lykilhlutverki í því að mynda góð tengsl milli skóla, mismunandi menntunarstiga og þjálfunar, fjölskyldna og atvinnulífs og nærsamfélagsins alls með það að markmiði að auka námsárangur.

Í þessum kafla finnur þú greinar og annað efni um þetta þema. Lestu nánar um þetta þema á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB. Notaðu valmyndina efst á síðunni til að kanna önnur þemu.

Nýjasta efnið