Nám án aðgreiningar og að takast á við snemmbært brottfall úr skóla

Námsleiðir nemenda eru í hættu vegna sundrungar á ýmsa vegu, sem leiðir til lélegs árangurs og mögulegs brottfalls úr námi. Flutningur á milli skólastiga og tegunda skóla geta verið tíminn þar sem vandamál koma upp en geta einnig leitt í ljós einkenni annarra vandkvæða. Jafnvel aðgangur að námi er einnig vandamál fyrir mörg ungmenni.

Einn af hverjum tíu ungum Evrópubúum hættir námi eða þjálfun án þess að hafa hæfni og færni sem nú eru talin nauðsynleg fyrir farsæla þátttöku á vinnumarkaðinum og til virkrar þátttöku í samfélagi nútímans, sem þýðir að þau hætta á atvinnuleysi, félagslegri útilokun og fátækt.

Það eru margar ástæður fyrir því að ungt fólk hættir námi og þjálfun fyrir tímann: persónuleg vandamál eða fjölskylduvandamál, námsörðugleikar eða viðkvæm félags-og efnahagsleg staða. Hins vegar eru einkenni menntakerfisins og skólabragur einnig mikilvægur grundvöllur fyrir virkri þátttöku nemenda eða tómlæti. Það eru margar mismunandi leiðir til að læra og það getur verið jákvætt fyrir nemendur ef þessar leiðir eru sveigjanlegar og foreldrar og nemendur geti tekið upplýstar ákvarðanir.

Þörf er á „heildstæðri nálgun og aðferðarfræði“ þar sem allt skólasamfélagið (skólastjórnendur, starfsfólk, nemendur og fjölskyldur) taka þátt í samheldnu og öflugu sameiginlegri samstarfi ásamt við utanaðkomandi hagsmunaaðila og samfélagið almennt.

Í þessum kafla finnur þú greinar og annað efni um þetta þema. Lestu nánar um þetta þema á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB. Notaðu valmyndina efst á síðunni til að kanna önnur þemu.

Nýjasta efnið

Krækjur

Kynntu þér Erasmus + styrkt tækifæri fyrir skóla og kennara

Farðu á eTwinning vettvang fyrir skólasamstarf

Farðu á Evrópska verkfærakistan fyrir skóla og lærðu meira um aðgerðirnar sem þú getur nýtt þér til að takast á við snemmbært brottfall úr nám