Að skilja fjölmiðlalæsi og upplýsingafölsun

Mynd: Tobias Albers-Heinemann /pixabay.com

Nú þegar bæði nemendur og kennarar reiða sig á stafræna tækni í daglegu lífi, sérstaklega á tímum heimsfaraldursins, hefur þörfin fyrir fjölmiðlalæsi aldrei verið eins útbreidd. Þessi kynning mun skoða nytsamleg úrræði um fjölmiðlalæsi og upplýsingafölsun.

Baráttan við upplýsingafölsun 

Upplýsingafölsun, falsfréttir, villandi upplýsingar... Það eru til mörg hugtök yfir falsfyrirsagnirnar og -sögurnar sem við sjáum á internetinu, en hafa þau öll mismunandi þýðingar?

UNESCO hefur sett saman nytsamlegan kúrs um þessi hugtök og hvað hvert og eitt þeirra þýðir í handbókinni „Thinking about ‘information disorder’: formats of misinformation, disinformation, and mal-information“, sem gefur lesandanum hraðnámskeið um sanna þýðingu upplýsingafölsunar eins og við þekkjum hana í dag. Síðan er hægt að prófa kunnáttuna í þessu efni með þessu spot the difference prófi.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út sitt eigið verkfærasett sem er sérstaklega miðað að framhaldsskólakennurum og heitir „Spot and fight disinformation““, en það inniheldur raunveruleg dæmi og hópæfingar sem hægt er að gera með bekknum.

RAND Europe, rannsóknarstofnun um opinbera stefnu, hefur, sem hluti af framtaki þeirra Countering Truth Decay, auðkennt nokkur „netverkfæri til að hjálpa neytendum, rannsóknaraðilum og blaðamönnum að rata um erfitt upplýsingaumhverfi dagsins í dag.“  Verkefnið inniheldur sjö flokka og leggur áherslu á framtaksverkfæri eins og „Bad News“, sem er gagnvirkur leikur sem sýnir þátttakendum falsfréttaaðferðir með því að láta spilara birta grípandi falsfréttafyrirsagnir.

Markmið leiksins er að láta spilendur hugsa á gagnrýninn hátt um útgefið efni og í hvaða tilgangi það er birt. Önnur nytsamleg verkfæri, eins og „Who targets me?“, gera notendum kleift að búa til notandasíðu á netinu og safna upplýsingum um auglýsingar sem þeir sjá til að öðlast betri skilning á því hvers vegna tilteknum auglýsingum er miðað að þeim.  Frekari upplýsingar er að finna á heildarlista RAND til að berjast gegn upplýsingafölsun.

Tilföng fyrir fjölmiðlalæsi – bækur, hópar og netnámskeið

Á bæði School Education Gateway og eTwinning er að finna sæg tilfanga um fjölmiðlalæsi og upplýsingafölsun í skólaumhverfinu. eTwinning hefur gefið út bók að nafni „Kennsla í fjölmiðlalæsi og baráttan við upplýsingafölsun með eTwinning“ sem miðar að því að hvetja kennara og nemendur til að skoða þessi efnisatriði frá mismunandi sjónarhornum. 

Að saman skapi gerir verkfærasettið „Samanburður á efni í fréttum og miðlum“ þeirra nemendum í öllum eTwinning samstarfslöndum kleift að vinna saman og skoða fyrirsagnir og innihald frétta frá mismunandi greinum og miðlum, bera niðurstöður saman í blönduðum hópum og ræða mögulegan mismun. Fjölmiðlalæsis- og upplýsingafölsunarhópur á vegum eTwinning nálgast málið einnig frá samstarfssjónarhorni og býður upp á netnámskeið, herferðir og efni um fjölmiðlalæsi. Til að fá aðgang að þessum upplýsingum og taka þátt skaltu ganga í eTwinning hópinn!

School Education Gateway hefur fjallað um ýmsa þætti fjölmiðlalæsis í gegnum árin og birt nokkrar frábærar greinar, þar á meðal „Stafrænu læsi komið til skila: leiðin áfram fyrir kennara og menntaaðila“ og sérfræðingagrein frá doktor Sirkku Kotilainen og Mari Pienimäki, nýdoktor frá háskólanum í Tampere í Finnlandi um „Transcultural perspectives needed in media education“.

Árið 2021 hélt School Education Gateway netnámskeið um „New online reading skills: how schools can tackle information disorder“ með Kari Kivinen, sérfræðingi í menntunarútrás hjá EUIPO, European Union Intellectual Property Office. Netnámskeiðið kynnti nýjustu rannsóknina og gaf einnig vinnustofuhugmyndir og hagnýt dæmi um ný lestrarverkefni fyrir námskrár til að hjálpa nemendum að hugsa á gagnrýnni máta og auðkenna áreiðanlegar upplýsingaveitur á auðveldari hátt.

Síðastliðinn júlí fjallaði Mariya Gabriel, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar, rannsókna, menningar, menntunar og æskulýðsstarfs, í heimsókn sinni í Evrópusöguhús meðan á sýningunni Fake For Real, A History of Forgery and Falsification, stóð, um mikilvægi menntunar í að berjast gegn upplýsingafölsun og samstarf nemenda, menntunaraðila og hagsmunaaðila, og kynnti nýjan sérfræðingahóp til að fást við vandamálið.

School Education Gateway tileinkar desember 2021 fjölmiðlalæsi. Hægt er að leita að öllum tengdum greinum og tilföngum í gegnum viðeigandi merki.