Sjálfsmatstæki fyrir nám án aðgreiningar í og ​​við skóla

Verið velkomin í evrópsku verkfærakistuna fyrir skóla! Við höfum hannað sjálfsmatstæki til að aðstoða þig við að skoða innleiðingu  stefnu um nám án aðgreiningar og starfshátta í skólanum þínum og koma með tillögur til frekari úrbóta.

Sjálfsmatinu er skipt  niður á sjö svið. Fyrir hvert svið er fjöldi spurninga / vísbendinga. Byggt á þínum svörum færðu persónulega skýrslu um á hvaða sviðum skólinn þinn virðist nú þegar virka vel til að sporna við snemmbæru brottfalli úr skóla og stuðlir að námi án aðgreiningar og  á hvaða sviðum er svigrúm er fyrir frekari þróun.

Spurningarnar eru byggðar á greiningarskýrslu NESET (Sérfræðinganeti sem vinna að félagslegri vídd menntunar og þjálfunar) skipulagsvísar fyrir kerfi án aðgreiningar í og við skóla, með áherslu á að koma í veg snemmbært brottfall úr skóla. Niðurstöðum úr sjálfsmatinu þínu fylgja leiðbeinandi úrræði úr evrópsku verkfærakistunni fyrir skóla og krækjur á viðeigandi kafla NESET skýrslunnar.

Við hönnuðum tækið með grunnskóla og framhaldsskóla í huga. Þó er þeim sem starfa að ungbarnafræðslu og umönnun barna velkomið að nota sjálfsmatstækið, þó að sumar spurningarnar eigi kannski ekki við í því samhengi og sumar niðurstöðurnar ekki eins gagnlegar.

Að byrja

Til að byrja á sjálfsmatinu skaltu skoða eftirfarandi atriði:

  • Þú þarft að skrá þig inn til að nota sjálfsmatstækið. Ef þú ert ekki nú þegar með reikning geturðu búið til hann til með skráningarhnappnum efst á þessari síðu.
  • Tungumáli þessarar síðu og spurningalistans er hægt að breyta með fellivalmyndinni efst á þessari síðu.
  • Þú getur notað tækið eins oft og þú vilt. Þú getur líka vistað framfarir þínar sem drög og haldið áfram og sent þau inn síðar.

Til að fá matsskýrsluna þarftu að svara öllum spurningunum. Það ætti að taka þig innan við 30 mínútur.

Um friðhelgi þína

Svörin við spurningunum eru vistuð á öruggan hátt. Nafnið þitt og stofnun kemur eingöngu fram í þinni persónulegu skýrslu og verður ekki deilt með þriðja aðila. Gögnunum (svörunum þínum) er safnað saman til að búa til þína persónulegu skýrslu, sem gerir þér kleift að bera saman þín svör við meðalsvörun annarra sem notað hafa sjálfsmatstækið. Gögnin eru einnig notuð til að a) betrumbæta sjálfsmatstækið og b) stuðla að þróun menntunar án aðgreiningar í ESB (t.d. með því að skoða meðaltalsviðbrögð yfir tímabil).

Nánari upplýsingar um hvernig við meðhöndlum gögnin þín er að finna í persónuverndarstefnu okkar.

Byrjaðu á sjálfsmatinu