Að skilja og takast á við snemmbært brottfall nemenda á vettvangi skóla og sveitastjórna

Snemmbært brottfall nemenda eru flókin, kraftmikil og margþætt fyrirbæri sem orsakast í samblandi af persónulegum, félagslegum, efnahagslegum, menntunarlegum og fjölskyldutengdum þáttum, mjög oft tengdum félagslegum og efnahagslegum annmörkum. Þetta eru sjaldan skyndiákvarðanir heldur yfirleitt afrakstur áralangs ferlis af slælegri frammistöðu  og uppflosnun frá námi.

Ungt fólk yfirgefur skóla af ýmsum ástæðum, sem eru mjög sértækar fyrir hvern einstakling. Sumir hætta vegna persónulegra og/eða fjölskylduvandamál, aðrir vegna heilsufars- eða tilfinningalegra erfiðleika; sumt ungt fólk finnur fyrir óánægju með skólagöngu sína - til dæmis gæti verið námsefni og kennsluaðferðir henti ekki þörfum þeirra, þau geta átt í takmarkandi samskiptum við kennara eða jafnaldra, geta orðið fyrir einelti eða að skólabragurinn sé neikvæður. Snemmbært brottfall nemenda virðist þó fylgja ákveðnum mynstrum og sumt ungt fólk er talið vera í meiri áhættu en aðrir. Þessir nemendur eru líklegri til að koma úr erfiðari félagslegum bakgrunni (svo sem heimilum atvinnulausra , fjölskyldna með takmarkaða menntun, einstæðum foreldrum eða heimilum þar sem streituvaldandi aðstæður eru til staðar); úr viðkvæmari hópum (til dæmis börn með sérþarfir eða börn unglingsmæðra); eða frá minnihlutahópum eða farandfólki. Drengir verða yfirleitt fyrir meiri áhrifum en stúlkur.

Vegna þess hversu brottfall nemenda er margþætt og flókið viðfangsefni þarf ekki einungs skólinn að takast á við það heldur þarf samstarf allra annara viðeigandi aðilla. Það þarf „heildræna nálgun skóla" til að draga úr brottfalli og stuðla að árangri allra nemenda í námi. Allir sem koma að skólastarfinu (skólameistarar, kennarar og aðrir starfsmenn, nemendur, foreldrar og fjölskyldur) og utanaðkomandi hagsmunaaðilar um nám og aðrir gegna mikilvægu hlutverki við að takast á við annmarka í námi og koma í veg fyrir brottfall. Öllum aðilium ber skylda til að taka þátt í heildstæðum, sameiginlegum aðgerðum, sem byggjast á þverfagleika og greiningu. Þetta er vistfræðileg leið til að skoða skóla sem fjölvítt og gagnvirkt kerfi sem getur lært og breyst. Það á að taka á öllum þáttum skólalífsins á heildstæðan hátt til að stuðla að breytingum; þetta felur einnig í sér að tekið sé tillit til þarfa allra (nemenda, starfsfólks og samfélagsins í heild) við kennslu, nám og daglegt líf skólans.