Bakgrunnur Evrópsku verkfærakistunnar fyrir skóla

Evrópska verkfærakistan fyrir skóla er afrakstur vinnu sem unnin hefur verið vettvangi ESB síðan 2011 í tengslum við snemmbært brottfall úr skólum (ESL). Með snemmbæru brottfalli úr skóla er vísað til ungs fólk sem hefur hætt í námi og hefur einungis lokið grunnskólanámi eða minna og er ekki lengur í námi. Eins og rannsóknir og tölfræði bendir á leiðir snemmbært brottfall til aukinnar hættu á atvinnuleysi, félagslegrar útilokunar og fátæktar og leiðir til gífurlegs kostnaðar fyrir einstaklingana og samfélagið í heild.

Fækkun nemmbærs brottfalls úr skólum hefur verið eitt af fimm meginmarkmiðum stefnuáætlunar Evrópu 2020: Aðildarríkin hafa samþykkt að lækka meðaltal snemmbærs brottfalls úr skólum í ESB  niður fyrir 10% fyrir árið 2020 og hafa auk þess sett sér markmið innanlands (utan Bretland). Árið 2011 samþykkti Evrópuráðið tilmæli um stefnu til að draga úr snemmbæru brottfalli. Ráði býður aðildarríkjunum að innleiða gagnreynda og heilstæða stefnu til að draga úr snemmbæru brottfalli úr skóla, sem samanstendur af réttri blöndu af forvörnum, íhlutun og inngripum og uppbætandi aðgerðum.

Schools Policy

Til að styðja við innleiðingu tilmælanna var efnt til stefnumótandi samstarfs á milli Evrópuríkjanna í gegnum þemavinnuhóp um snemmbært brottfall úr skóla (2011-2013). Lokaskýrsla hópsins inniheldur lykilskilaboð til stefnumótandi aðila, gátlista til að leggja mat á eigin stefnu og dæmi um góða starfshætti frá löndum ESB.

Vinnuhópurinn um skólastefnu (2014-2015) hefur þróað þekkingargrunn um snemmbært brottfall nemenda úr skóla enn frekar. Hann hefur skoðað hvernig þróa megi heildstæðari, samstarfsaðferðir gegn snemmbæru brottfalli á vettvangi skóla og svæða og leggja drög að skilaboðum sem veita almennar ráðleggingar til stefnumótununar aðila fyrir öll skólastig.

Þessi verkfærakista er afrakstur vinnuhópsins til að veita skólum og samstarfsaðilum þeirra áþreifanlegan stuðning til að koma í veg fyrir snemmbært brottfall, bregðast hratt og viðeigandi við fyrstu merkjum um örðugleika nemenda og tryggja að allir nemendur geti náð árangri. Þar sem áhersla er lögð á forvarnir og snemmtæka íhlutun nær hún ekki til jöfnunaraðgerða sem miða að því að laða fólk að nýju í menntun og þjálfun (einsog áætlanir fyrir endurkomu til náms og þjállfunar).

Uppbygging verkfærakistunnar og notagildi hefur verið útfærð með stuðningi Dr Alessio D'Angelo, meðstjórnanda, Rannsóknamiðstöðvar um stefnumótun á sviði samfélagsfræði, Middlesex háskóla.

Innihald verkfærakistunnar er stöðugri þróun með stuðningi ritstjórnar:

  • Kirstin Kerr, dósent í menntunarfræði við Manchester háskólann
  • Per Kornhall, doktor og rannsakandi við Mälardalens háskólann
  • Cosmin Ionut Nada doktor og rannsakandir við Porto  háskólann
  • Erna Nairz-Wirth, prófessor við Hagfræði- og viðskiptaháskólann í Vín
  • Teresa Sordé Martí, Serra Húnter dósent við Sjálfstæða háskólnn í Barselóna
  • Ward Nouwen, fræðimaður við Antwerpen háskóla (2016-2019)