Almennar upplýsingar

Evrópska verkfærakistan fyrir skóla býður upp á konkret hugmyndir til að bæta samstarf, bæði innan og á milli skóla, en einnig utan skóla með það fyrir augum að gera öllum börnum og unglingum kleift að ná árangri í skóla. Skólastjórnendur, kennarar, foreldrar og aðrir þeir sem koma að  mismunandi þáttum skólalífsins geta fundið gagnlegar upplýsingar, dæmi um ráðstafanir og bjargráð til að efla viðleitni til að veita vandaða og árangursríka fræðslu á fyrstu skólastigunum. Markmið verkfærakistunnar er að styðja við miðlun upplýsinga og reynslu á milli skólastjórnenda og stefnumótandi aðila.

Við bjóðum þig hjartanlega velkominn til að skoða, skrifa athugasemdir, deila úrræðum og senda okkur dæmi um frumkvæði og verkefni sem gætu komið að gagni fyrir aðra!!

Leiðbeiningar um Evrópsku verkfærakistuna fyrir skóla

Úrræðin í þessari verkfærakistu eru skipulögð í kringum fimm tengd þemasvæði:

                   
1. Skólastjórnendur 2. Kennarar 3. Stuðningur við nemendur 4. Þátttaka foreldra  5. Þátttaka hagsmunaaðila

Þessum fimm sviðum hefur verið skipt niður í fjölda undirsvæða, sem innihalda dæmi um sérstakar aðgerðir á  tilteknum skólastigum. Hvert undirsvæði veitir:

  • stutta útskýring á því hvers vegna þessi þáttur er mikilvægur fyrir árangur nemenda og kemur í veg fyrir að snemmbært brottfall úr skóla, stutt með vísbendingum úr rannsóknum, dæmum um inngrip á skólastiginu og krækjum yfir á frekari upplýsingar;
  • fjölda úrræða, allt frá rannsóknum, könnunum, verkefnaskýrslum, til áþreifanlegra dæma um góða starfshætti sem lýsa því hvernig aðgerðum var hrundið í framkvæmd (með upplýsingum um tengiliði þar sem þær eru fyrir hendi).

Öll úrræðin eru tengd einu eða fleiri undirsvæðum og er hægt að fletta í gegnum þau eða leita eftir lykilorðum og síum. Þér er boðið að bera þau saman, gera athugasemdir og stinga upp á nýjum dæmum eða úrræðum til að bæta við í verkfærakistuna, sem ritstjórn okkar mun taka tillit til.

Gleðilegan lestur!

Vafraðu um öll þemasvæðin og undirsvæðin