E-COURSE project – Enhancing the participation of migrant and refugee children

Mynd: E-COURSE project
E-COURSE verkefnið miðar að því að bæta aðgengi, þátttöku og námsárangur ný-innfluttra barna og flóttabarna í grunnskólamenntun í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi og Kýpur og í Evrópu til að efla heildaraðlögðun þeirra í gistisamfélögum.
Verkefnið hjálpar kennurum og skólastarfsfólki að takast á við námsþarfir innfluttra og flóttabarna og veita þeim dýrmæta færni og verkfæri til þess. Verkefnið mun stuðla að aukinni þátttöku og bæta frammistöðu ný-innfluttra nemenda og flóttanemenda í grunnskólum og takast þannig á við brotthvarf úr skóla.
Afurðir verkefnisins verða meðal annars:
- Námsáfangar – til að kennarar og skólastarfsfólk geti fjallað um jafnrétti, fjölbreytni og inngildingu;
- Stuðningsvettvangur fyrir skóla – til að auðvelda skólum að styðja við virka þátttöku innfluttra barna og flóttabarna og samvinnu meðal allra meðlima skólasamfélagsins;
Aðferðafræði – til að þróa og innleiða fjölbreytileikastefnu og aðgerðaáætlanir í skólum.
Athugasemdir
Bættu við athugasemd
Þú verður að vera skráður inn til að bæta við athugasemd.