Project Learning for Young Adults (PLYA)

Mynd: PLYA / PUM-O

Meginmarkmið verkefnisins PLYA - eða „Nám fyrir ungt fólk“ - er að veita einstaklingsbundinn stuðning til ungs fólks á aldrinum 15 til 26 ára, sem er hvorki í námi, vinnu né í starfsþjálfun og er í hættu á að detta úr skóla.  Slóvenska fullorðinsfræðslustofnunin kom verkefninu á laggirnar árið 1999 og sér enn um umsjón þess.

PLYA hjálpar þátttakendum að þróa faglega sjálfsmynd, þar á meðal tilfinningu fyrir frumkvæði og frumkvöðlastarfi þegar þeir fara á vinnumarkaðinn og hjálpar þeim að þróa nauðsynlega kunnáttu og færni þegar þeir fara á vinnumarkaðinn, sækja sér frekari menntun eða starfsþjálfun, hvort sem þeir gera það í fyrsta sinn eða eru að snúa aftur. 

Verkefnin fela í sér persónulega starfsáætlun, einstaklingsráðgjöf hjá slóvensku vinnumiðluninni og hjá öðrum stofnunum, mismunandi sameiginleg og einstaklingsbundin námsverkefni og hópstarfsemi þar sem þátttakendur læra og þróa lykilhæfni.

Niðurstöður sýna að um þrír fjórðu þátttakenda hafa náð meginmarkmiðunum, sem þýðir að þeir upplifa aukið sjálfstraust, sjálfsstjórn, sjálfsskipulagningu og aðra færni, sem gagnast öðrum þáttum í lífi þeirra.

Tegund
Framkvæmd (óbein sönnun)
Land
Slóvenía
Tungumál
BG; CZ; DA; DE; EL; EN; ES; ET; FI; FR; GA; HR; HU; IS; IT; LT; LV; MK; MT; NL; NO; PL; PT; RO; SK; SL; SR; SV; TR
Skólastig
Framhaldsskóli
Íhlutunarstig
Einstaklingsbundið
Íhlutunartíðni
Viðvarandi
Fjármögnun
Evrópustyrkir; Staðbundnir styrkir

Athugasemdir

Bættu við athugasemd