Seigla í forvarnarskyni – UPRIGHT

Mynd: UPRIGHT - Universal Preventive Resilience Intervention Globally implemented in schools to improve and promote mental Health for Teenagers

Andleg heilsuvandamál hafa margfaldast meðal ungs fólks í heiminum. UPRIGHT er verkefni sem kennir þá hæfileika sem þarf til að halda góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Verið er að innleiða það í skóla og táningar, fjölskyldur þeirra og allt starfsfólk þátttökuskóla taka þátt.

UPRIGHT er rannsóknarverkefni sem styrkt er af ESB-verkefninu Horizon 2020. Skammstöfunin stendur fyrir „Universal Preventive Resilience Intervention Globally implemented in schools to improve and promote mental Health for Teenagers“, eða í lauslegri þýðingu: Seigluaðferðir í forvarnarskyni sem innleiddar eru í skóla um allan heim til að bæta og efla andlega heilsu táninga. Markmið verkefnisins er að þróa menningu um andlega velferð í Evrópu, með því að hanna í sameiningu, framkvæma og staðfesta þjálfunaráætlun um andlega seiglu með heildstæðri nálgun á skóla. Verkefnið var hannað af sálfræðingum, kennslusálfræðingum, aðferðafræðingum og sérfræðingum í upplýsinga- og fjarskiptatækni frá ýmsum löndum í Evrópu.

UPRIGHT er byggt á fjórum meginþáttum: spjörun, getu, félags- og tilfinningafærni og núvitund. Fyrir hvern þátt er bóklegur hluti og síðan verklegur hluti. Með því að nota þessa kunnáttu í daglegu lífi bæta nemendur vellíðan, bæði sína eigin og fjölskyldna sinna.

Tegund
Framkvæmd (óbein sönnun)
Land
Danmörk; Noregur; Pólland; Spánn; Ísland; Ítalía
Tungumál
BG; CZ; DA; DE; EL; EN; ES; ET; FI; FR; GA; HR; HU; IS; IT; LT; LV; MK; MT; NL; NO; PL; PT; RO; SK; SL; SR; SV; TR
Skólastig
Framhaldsskóli; Grunnskóli
Íhlutunarstig
Altækt
Íhlutunartíðni
Á ekki við
Fjármögnun
Evrópustyrkir

Athugasemdir

Bættu við athugasemd