Friðhelgisstefna

Skrifstofa mennta-, æskulýðs-, íþrótta og menningarmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins („DG EAC“) Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála hjá framkvæmdastjórn ESB („EACEA“) og EUN samstarfið („EUN“) sem þjónustuveitandi EACEA skuldbinda sig til þess að varðveita friðhelgi einkalífs þíns.

Söfnun og vinnsla á persónuupplýsingum á vettvangi School Education Gateway fer fram í samræmi við ákvæði Reglugerðar (ESB) nr. 2018/1728 sem varðar vernd á persónuupplýsingum veittum stofnunum, aðilum, skrifstofum og sérstofnunum Sambandsins [i] („Persónuverndarreglugerðin“). Öllum gögnum er safnað í gagnagrunn sem er hýstur innan Evrópusambandsins. Við metum traust þitt mikils og viljum tryggja að þú skiljir stefnur og starfsvenjur okkar er varðar vernd persónuupplýsinga þinna á vettvangi School Education Gateway.

1. Hver er ábyrgur fyrir vinnslu persónuuplýsinga þinna (ábyrgðaraðili gagna)?

Ábyrgðaraðili gagna er Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála hjá framkvæmdastjórn ESB framkvæmdastjórnarinnar.

Einstaklingurinn sem ber ábyrgð á vinnsluaðgerðum er:

Deildarstjóri deildar A6 hjá EACEA
Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála hjá framkvæmdastjórn ESB
Avenue du Bourget 1, BE-1049 Brussel
Netfang: eacea-eplus-etwinning@ec.europa.eu

2. Hvaða persónuupplýsingar er unnið með og hvernig fer það ferli fram?

A. Notandalýsing: Persónuupplýsingar og upplýsingar um stofnun

Eftirfarandi persónuupplýsingar eru unnar hjá School Education Gateway þegar notandi stofnar reikning á vettvanginum.

Kjósi þeir það geta aðilar einnig tengst einni eða fleiri stofnunum.

Í eftirfarandi töflu kemur fram hvaða upplýsingar eru skilyrta frá einstaklingum og stofnunum sem gerast aðilar að School Education Gateway.

                      Persónuupplýsingar           Upplýsingar um stofnun                           
Skilyrt

Eigið nafn
Kenninafn
Netfang
Tegund notanda
Land

Heiti stofnunar
Heimilisfang stofnunar
Borg
Póstnúmer
Land
Svæði
Tegund
PIC (Auðkenni þátttakanda)
Tengiliður (tengill á skráðan notanda)

Valkvætt

Mynd

Lýsing
Vefsíða
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mynd

B. Upplýsingar frá þátttöku í námskeiðum á netinu

School Education Gateway býður notendum upp á tækifæri til þátttöku í netnámskeiðum í gegnum Kennaraháskólann sinn. Innritun í netnámskeið krefst skráningar sem notanda hjá School Education Gateway (sjá hér fyrir ofan), en engra frekari persónulegra upplýsinga er krafist.

Eftirfarandi persónuupplýsingum kann að vera safnað saman sem hluti af netnámskeiðinu, þeirra á meðal persónugreinanlegum upplýsingum:

 • Efni framleitt af nemendum, svo sem skiluðu verkefni, jafningjametnum verkefnum og jafningjamati til nemenda.
 • Námskeiðsgögn, svo sem svör nemenda við prófum, innslætti á samskiptavettvangi og kannanir.
 • Upplýsingar svo sem athugasemdir, myndir, myndskeið og önnur gögn, sem deilt er í gegnum opinbera samskiptavettvanga (eða álíka samskiptatól frá þriðja aðila svo sem Padlet eða Tricider). Spjallborð geta ýmist verið hýst á vettvangi School Education Gateway, innbyggð í vettvanginn eða netslóð tengd vettvanginum.
 • Notkun utanaðkomandi tóla, frá þriðja aðila sem hluti af netnámskeiði er valkvæð. Þessum tólum er stjórnað af vefsíðum þriðja aðila í samræmi við friðhelgisstefnu viðkomandi. Með því að skrá sig hjá þeim samþykkja þátttakendur að persónuupplýsingar þeirra verða meðhöndlaðir af þessum þriðja aðila (sem ábyrgðaraðila). Við ráðleggjum þér að kynna þér friðhelgisstefnu á vefsíðum þessara þriðju aðila til að afla þér frekari upplýsinga.

Allar þær upplýsingar sem gerðar eru opinberar á spjallborðum og öðrum umræðuvettvöngum verða sjáanlegar öllum þátttakendum netnámskeiðsins og verða, í sumum tilfellum, sjáanlegar utan vettvangs School Education Gateway. Þátttakendum er ávallt ráðlagt að gæta varúðar þegar þeir deila einhverjum persónuupplýsingum eða öðrum viðkvæmum upplýsingum og tryggja að þeir hafi tilskilin leyfi til þess að deila gögnum svo sem myndum.  

C. Upplýsingar frá vefsíðum eða þjónustum þriðju aðila

School Education Gateway kann að taka við persónugreinanlegum upplýsingum þegar notendur nota eða skrá sig inn á vefsíður þriðja aðila sem innihalda upplýsingar um vettvanginn, t.d. Facebook, Twitter eða Padlet. Þessar upplýsingar kunna meðal annars að innihalda texta og/eða myndir aðgengilegar á vefsíðu þriðja aðila.

School Education Gateway fær einnig persónugreinanlegar upplýsingar (sérstaklega nafn notanda, sérstakt auðkenni notanda á vefsíðu þriðja aðila og netfang notanda) frá vefsíðu þriðja aðila ef notandinn skráir sig inn með því að nota innskráningu á vefsíðu þriðja aðila: Facebook , Twitter, Google eða LinkedIn.

Vefsíður þriðja aðila sem bjóða upp á tól eða þjónustu sem tengjast netnámskeiðum, svo sem netpróf, jafningjamat eða tengingar við samfélagsmiðla kunna einnig að safna persónugreinanlegum upplýsingum um notkun notanda á vefsíðum þeirra í tengingu við netnámskeið. Vefsíður þriðja aðila kunna að deila þessum upplýsingum með School Education Gateway í þeim tilgangi að betrumbæta þjónustur School Education Gateway og vefsíðna þriðju aðila og námsupplifun notanda. Notkun þessara tóla er ávallt valkvæður hluti af netnámskeiði.

D. Önnur gögn

Notendur geta valið að birta opinberar athugasemdir við greinar sem birtar eru á vettvangi School Education Gateway. Þeir geta auk þess valið að birta opinberar athugasemdir, umsagnir eða skráningar undir Erasmus+ Tools (námskeiðaskrá, hreyfanleikatækifæri og stefnumótandi samstörf) og í þeim tilfellum eiga eftirfarandi skilmálar við. Í öllum tilfellum er aðilum kleift að senda inn upplýsingar í þeim tilgangi að birta athugasemdir, umsagnir og skráningar sínar.

Notendur skulu hafa í huga að kerfisstjórar hafa aðgang að skilaboðum og tilkynningum notenda á vettvanginum í þeim tilgangi að framkvæma bilanagreiningar.

Notendum er kleift að taka þátt í könnunum eða veffundum eða að skrá sig á tiltekna póstlista. Í þessum tilfellum leggja notendur fram upplýsingar í þeim tilgangi að taka þátt í slíkri starfsemi.

Upplýsingum svo sem um IP tölu, netþjónustuaðila, vafra, stýrikerfi, áætluðum notkunartíma, ávísunarvefsíðu, einstökum samskiptum notenda við virkni kerfanna og svipuðum gögnum sem send eru á milli tölvu notanda og netþjóna vettvangs School Education Gateway, verður safnað. Þessar upplýsingar verða ekki tengdar við einstaka reikninga notenda nema í þeim tilgangi að rekja nákvæma notkun notanda ef leiki grunur á um brot á notendaskilmálum. 

Að lokum verður samanlagðri tölfræði safnað reglulega þar sem fram mun meðal annars koma fjöldi notenda yfir ákveðið tímabil, val notenda á námskeiðum og notkun á reikningum.

3. Í hvaða tilgangi vinnum við upplýsingarnar þínar?

Vinnsla á persónuupplýsingum þínum er nauðsynleg til þess að:

 • Gera skráðum aðilum kleift að nota vettvangsþjónustu svo sem að:
  • birta athugasemdir, umsagnir og skráningar;
  • nota ýmsa eiginleika vettvangsins svo sem uppáhald og vistaðar leitir; og
  • auðga prófíla notenda.
 • Gera okkur kleift að höndla fyrirspurnir til þjónustuborðs, efnistillögur, tilkynnt efni, o.s.frv.
 • Gera skráðum aðilum að School Education Gateway kleift að miðla upplýsingum og eiga í samstarfi í anda gagnkvæms trausts og virðingar;
 • Heimila og auðvelda eftirlits og rannsóknarstarfsemi;
 • Senda notendum nýjustu uppfærslur og upplýsingar þeim tengdar (t.d. fréttabréf eða upplýsingabréf til námskeiðsveitenda) sem tengjast School Education Gateway, og til þess að upplýsa notendur um önnur tengd verkefni á meðal frumkvæða Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem þeir kynnu að hafa áhuga á.
 • Gera umsjón og framkvæmd netnámskeiða mögulega, þar með talið:
  • að fylgjast með þátttöku einstakra notenda á námskeiðum, árangri þeirra og lokun áfanga;
  • að deila persónugreinanlegum upplýsingum og upplýsingum um frammistöðu í ákveðnu netnámskeiði með leiðbeinendum eða stjórnendum sem námskeiðið kenna eða halda;
  • að gera notendum kleift að taka þátt í netnámskeiðum með einkunnagjöf, athugasemdum, bókamerkjum, merkjunum, lúkningu spurningaprófa, þátttöku á samskiptavettvöngum eða öðrum umræðuvettvöngum, og upphleðslu á eigin efni;
  • að kynna eða taka saman útkomur námskeiðs;
  • að endurnota og vísa í færslur á samskiptavettvöngum og umræðuvettvöngum í núverandi og nýjum uppfærslum námskeiða og samskiptum vegna námskeiða, og til þess að betrumbæta framboð námskeiða í framtíðinni;að skipuleggja notendur í hópa eða þematengd verkefni.
 • Gera notandaupplifun innan þessa verkefnis og framtíðarverkefna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins mögulega og betrumbæta hana í gegnum aðgangsstýringu, rakningu á notkunartíðni, leitarhegðun, völ og stillingar;
 • Gera söfnun, flokkun og samantektir á framlögum notenda á samskiptavettvöngum og öðrum umræðuvettvöngum mögulega;
 • Bjóða upp á samanlagða tölfræði sem inniheldur meðal annars fjölda notenda á tilteknu tímabili, valin viðfangsefni og/eða lönd valin af notendum og reikningsnotkun.

4. Á hvaða lagalegum grundvelli vinnum við persónuupplýsingarnar þínar?

Vinnsla gagna er nauðsynleg vegna verkefnis sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem stofnun eða aðili Sambandsins fer með (í samræmi við Sambandslög) (a liður 1. mgr. 5. gr. reglugerðar 2018/1725);

 • „Erasmus+“: áætlun Sambandsins um menntun, þjálfun, æskulýðsmál og íþróttir sem komið var á fót með Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1288/2013  frá 11. desember 2013 sem niðurfelldi ákvarðanir nr. 1719/2006/EB, nr. 1720/2006/EB og nr. 1298/2008/EB (EES-viðbætir við Stjtíð ESB L 54 þann 25. september 2014, bls. 1251-1247).
 • Framkvæmdarákvörðun framkvæmdarstjórnarinnar frá 18. desember 2013 um að koma á fót ‚framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar hjá framkvæmdastjórninni‘ og um niðurfellingu á ákvörðun 2009/336/EB (2013/776/ESB): a liður 3. gr.
 • Þjónustusamningar 2017-3597, 2017-3598 og 2017-3599 milli framkvæmdarskrifstofu mennta- og menningarmála og hljóð- og myndmiðlunar hjá framkvæmdastjórninni og EUN Partnership AISBL.

Vinnsla sem ekki fellur undir ofangreinda lagagrundvelli byggist á samþykki skráðs einstaklings (d liður 1. mgr 5. gr. reglugerðar 2018/1725)

5. Hversu lengi geymum við persónuupplýsingarnar þínar?

Upplýsingar sem tengjast tölfræði eða rannsóknartilgöngum eru geymdar allan starfstíma School Education Gateway í samanlögðu og nafnlausu formi.

Upplýsingar sem tengjast reikningi notanda eru geymdar í þrjú ár frá og með síðustu innskráningu notanda. Reikningur notanda verður óvirkjaður þremur árum eftir síðustu innskráningu notandi, þ.e.a.s. þá verður hann ekki lengur sýnilegur öðrum notendum. Tilkynning verður send á notandann sem upplýsir hann/hana um að reikningar hans/hennar sé óvirkur og að hann/hún geti endurvirkjað reikninginn sinn með því að skrá sig aftur inn innan tveggja vikna. Ef notandinn skráir sig ekki aftur inn innan tveggja vikna verður reikningurinn varanlega óvirkjaður. Allar persónulegar upplýsingar munu þá vera gerðar ónafngreinanlegar. Hvaða persónuupplýsingar sem notandinn kann að hafa gefið upp í gegnum þjónustur þriðju aðila (t.d. við notkun á utanaðkomandi þjónustu þriðja aðila, svo sem Facebook, Twitter eða Padlet, á meðan á netnámskeiði stóð) eru ekki á ábyrgð okkar sem ábyrgðaráðila og munu þar af leiðandi ekki verða gerðar ónafngreinanlegar í þessari aðgerð.

Hafðu samband við þjónustuborð með tölvupósti á eftirfarandi netfang til þess að óvirkja eða eyða reikningnum þínum: support@schooleducationgateway.eu.

Eftir að notendur biðja um að reikningur þeirra verði gerður óvirkur eða þegar reikningar verða sjálfkrafa varanlega óvirkjaðir verða engar upplýsingar tengdar reikningnum lengur sjáanlegar öðrum notendum School Education Gateway. Slíkar upplýsingar verða eingöngu geymdar í ónafngreinanlegu formi sem gefur ekki kost á persónugreiningu. Ef notendur með varanlega óvirkjaðan reikning vilja halda áfram að nálgast vettvanginum munu þeir þurfa að skrá sig upp á nýtt. Samanlagðar upplýsingar tengdar varanlega óvirkjaða reikningnum verða eingöngu aðgengilegar EACEA, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, skólayfirvöldum á lands- eða svæðisvísu, aðilum sem ábyrgir eru fyrir framkvæmd School Education Gateway og öðrum þriðju aðilum (sjá lið 3) samkvæmt heimild ábyrgðaraðila.

6. Hver hefur aðgang að persónuupplýsingum þínum og hverjum eru birtar?

Í ofanlýstum tilgangi er aðgangur að öllum upplýsingum eingöngu veittur:

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, útnefndu starfsfólki DG EAC
Útnefndu starfsfólki EACEA
Útnefndu starfsfólki þjónustuaðilans EUN Partnership

Sumar upplýsingar notenda verða birtar á opinberu svæði á vettvangi School Education Gateway, sem hefur í för með sér að slíkar upplýsingar eru opinberar á internetinu. Í slíkum tilfellum hefur notandinn rétt til þess að eyða þeim upplýsingum. Á meðal þeirra upplýsinga sem birtar eru opinberlega eru sérstaklega:

Upplýsingar um stofnanir eru öllum notendum sjáanlegar á vefsvæði stofnunarinnar:

 • Nafn, heimilisfang, borg, land, mynd, Facebook vefslóð, Twitter vefslóð, LinkedIn vefslóð og vefsíða
 • Tengiliður sem tengdur er við stofnunina (eiginnafn, kenninafn, land, mynd)
 • Námskeið, hreyfanleikatækifæri, stefnumótandi samstarf og skráningar sem birt eru af meðlimum stofnunarinnar
 • Stjörnueinkunnargjöf sem byggir á meðaleinkunn námskeiða stofnunarinnar (ef einhver eru)
 • Listi yfir umsagnir og einkunnir sem notendur hafa gefið námskeiðum stofnunarinnar

Upplýsingar skráningsaðila:

 • Eftirfarandi upplýsingar um skráningsaðila eru öllum notendum sjáanlegar á opinberu vefsvæði stofnunarinnar (ef notandinn er tengdur við eina eða fleiri stofnanir): eiginnafn, kenninafn, land, smámynd af mynd (hefi hún verið veitt).
 • Prófílsíða notanda er eingöngu aðgengileg innskráðum notendum og inniheldur eftirfarandi upplýsingar: eiginnafn, kenninafn, land, mynd, stofnun/stofnanir, tegund notanda, athugasemdir birtar af skráningsaðila, greinar merktar sem „eftirlæti“ af notanda, og upplýsingar um hvort notandi sé staðfestur af Twinning.
 • Allar skráningar, athugasemdir, umsagnir og/eða einkunnagjafir sem skráningsaðili hefur birt valkvætt eru opinberar, þ.e.a.s. opinberar notendum vefsíðunnar þegar þeir skoða efnið sem athugasemdin eða einkunnin beinist að og eru auk þess finnanlegar í leitarvél.
 • Upplýsingar um virkni notanda á netnámskeiði eru eingöngu sjáanlegar skráðum notendum sem einnig eru skráðir á sama námskeið.

Miðlun á ákveðnum upplýsingum til annarra þriðju aðila (t.d. rannsóknarsetra og háskóla) kann að vera heimiluð samkvæmt sérstöku leyfi ábyrgðaraðila gagna, en slíkum upplýsingum verður miðlað á þann hátt að sé hægt að persónugreina þær.

Persónuupplýsingar má aldrei nota í markaðssetningartilgangi.

7. Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?

Safnaðar persónuupplýsingar og allar tengdar upplýsingar eru varðveittar á öruggum netþjónum netþjónustuaðilans (EUN).

Í samningi við netþjónustuaðilann er að finna ákvæðu um persónuvernd til þess að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu meðhöndlaðar í samræmi við viðeigandi lög.

Starfsemi tölvumiðstöðva þjónustuaðila heyrir samkvæmt samningi undir öryggistilskipanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ákvæði sem sett eru af stjórnarsviði öryggismála hjá framkvæmdastjórninni og varða þessar tegundir netþjóna og þjónustna.

8. Hvaða réttindi hefur þú yfir persónuupplýsingunum þínum og hvernig getur þú beitt þeim?

Þú átt rétt á að:

 • Biðja um aðgang að þeim persónuupplýsingum þínum sem við búum yfir;
 • Biðja um leiðréttingu á persónuupplýsingunum þínum eða leiðrétta þær sjálf/ur í prófílnum þínum;
 • Biðja, undir ákveðnum kringumstæðum, um eyðingu á persónuupplýsingunum þínum;
 • Biðja, undir ákveðnum kringumstæðum, um takmörkun á vinnslu á persónuupplýsingunum þínum;
 • Andmæla vinnslu á persónuupplýsingunum þínum út frá grundvelli sem á við um þínar aðstæður;
 • Biðja um að upplýsingarnar þínar verði sendar á aðra stofnun í algengu, tölvulesanlegu, stöðluðu sniði (flutningur gagna);
 • Draga samþykki þitt til baka hvenær sem er.

Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinni, vegna sérstakra aðstæðna þinna, á grundvelli sem á við um þínar aðstæður samkvæmt 23. gr. reglugerðar 2018/1725.

Samkvæmt lögum átt þú líka rétt á að ekki sé tekin ákvörðun er þig varðar eingöngu á grundvelli sjálfvirkrar gagnavinnslu (ákvörðun sem eingöngu er tekin af vélum).  

9. Réttur þinn til úrræðis ef ágreiningur kemur upp um einhver mál sem tengjast persónuupplýsingum

Ef til ágreinings kemur um einhver persónuverndarmál getur þú ávallt haft beint samband við ábyrgðaraðila gagna á ofangreindu heimilisfangi og netfangi (liður 1).

Auk þess býðst þér að hafa samband við persónuverndarfulltrúa EACEA á eftirfarandi netfang: eacea-data-protection@ec.europa.eu.

Þú getur hvenær sem er lagt fram kvörtun hjá Evrópsku persónuverndarstofnuninni: https://edps.europa.eu/.


[i] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga með tilliti til vinnslu persónuupplýsinga stofnana, aðila, skrifstofa og sérstofnana Sambandsins og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 45/2001 og ákvörðunar nr. 1247/2002/EB Texti sem varðar EES, Stjtíð. ESB L 295, 21.11.2018, bls. 39.