Erasmus+ verkfæri – skilmálar

Eftirfarandi upplýsingarnar tilgreina hvers er vænst þegar tilkynningar eru birtar með Erasmus+ verkfærunum. Öllum sem birta efni ber að hlíta eftirfarandi reglum – og markmiðum og reglum Erasmus+ verkefnisins – til að tryggja sem mestan og langvarandi ávinning fyrir skóla og kennara.

 Þessir skilmálar eru til viðbótar við almenna lagalega fyrirvara vefsetursins.

Vinsamlegast lestu einnig algengar spurningar og kynninguna á Erasmus+ verkfærunum.

Erasmus+ verkfæri – lagalegir fyrirvarar

Sem notandi Erasmus+ verkfæranna þarftu að lesa þessar upplýsingar vandlega:

 • Erasmus+ verkfærin eru hluti af School Education Gateway, vefgátt sem var stofnuð af stjórnarsviði mennta- og menningarmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) í samstarfi við framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála.
 • Skráð námskeið, tækifæri til dvalar erlendis og samstarfsverkefni eru á vegum sjálfstæðra stofnana. Framkvæmdastjórn ESB tekur enga ábyrgð á efni, afhendingu eða umsjón þeirra.
 • Engar tilkynningar eru samþykktar fyrirframaf framkvæmdastjórn ESB eða landskrifstofum og eru notendur eru beðnir um að virða skilmálana.
 • Val á staðbundnu námskeiði, tækifæri til dvalar erlendis eða samstarfsverkefni úr gagnagrunninum tryggir skólum ekki Erasmus+ styrk.
 • Námskeið, tækifæri til dvalar erlendis eða samstarfsverkefni þarf ekki nauðsynlega að vera í gagnagrunni School Education Gateway til vera gjaldgengt í Erasmus+ umsókn.

Grunnskilmálar

 • Erasmus+ verkfærin eru endurgjaldslaus fyrir alla notendur, hvort sem þeir birta tilkynningar eða leita að tilkynningum um tækifæri sem henta þeim.
 • Hver sem er má birta staðbundið námskeið, tækifæri til dvalar erlendis eða samstarfsverkefni. Einu tæknilegu kröfurnar fyrir birtingu tilkynninga eru að hafa notandaaðgang sem tengist tiltekinni stofnun. Þegar slíkur aðgangur hefur verið stofnaður geta notendur birt tilkynningar/efni á hvaða svæði sem er.
 • Til að fá aðgang að vissum möguleikum í School Education Gateway og Erasmus+ verkfærunum þarf að skrá sig til að stofna aðgang og gerast aðili.
 • Kappkostað er að láta vefsetrið virka vel. Þó tekur School Education Gateway enga ábyrgð á tímabundnum ótiltækileika þess vegna óviðráðanlegra tæknivandamála.
 • School Education Gateway tekur enga ábyrgð á einkunnum sem gefnar eru eða athugasemdum sem gerðar eru um efni.
 • School Education Gateway áskilur sér rétt til að gera breytingar á vefsetrinu, Erasmus+ verkfærunum eða skilmálum þessum hvenær sem er og án fyrirvara.

Aðgangsreglur

Vinsamlegast lestu þessar upplýsingar vandlega ef þú hyggst nota Erasmus+ verkfærin til að birta efni:

 • Þeim sem birta efni ber að veita réttar og viðeigandi upplýsingar í efni sínu, hafa umsjón með þeim upplýsingum og uppfæra þær þegar nauðsynlegt er.
 • Notendum ber að tryggja að allt efni sem þeir setja inn á netvanginn sé rétt (þegar farið er með staðreyndir) og sett fram í góðri trú (þegar um skoðanir er að ræða).
 • Notendum er óheimilt að birta eða senda á netvanginn efni, myndir, myndskeið eða annað sem þeir hafa ekki leyfi til að nota.
 • Notendum er óheimilt að þykjast vera annar einstaklingur eða aðili eða villa á sér heimildir á annan hátt.
 • Notendum er óheimilt að eiga við tilkynningar eða hluta þeirra (þ.m.t. titla, lýsingar, lýsigögn (e. metadata), dagsetningar, upplýsingar um hvernig má hafa samband o.s.frv.) á nokkurn hátt sem gæti villt um fyrir lesendum eða leynt mikilvægum upplýsingum fyrir þeim, þ.m.t. að veita rangar eða misvísandi upplýsingar í þeim tilgangi að gera tilkynningu sýnilegri í leitaniðurstöðum eða að birta/biðja um umsagnir eða einkunnir á fölskum forsendum.

Brot á skilmálum

Fari notendur ekki eftir þessum aðgangsreglum telst það alvarlegt brot á skilmálum um notkun netvangsins, sem kann að leiða til einhverra eftirfarandi ráðstafana eða allra þeirra, hvenær sem er og án fyrirvara:

 • Tafarlausrar, tímabundinnar eða varanlegar niðurfellingar á réttinum til að nota vefsetrið.
 • Tafarlausrar, tímabundinnar eða varanlegar fjarlægingar á færslum eða efni sem viðkomandi hefur hlaðið upp á síðuna og telst rangt, óviðeigandi eða óviðkomandi.
 • Tafarlausrar, tímabundinnar eða varanlegar fjarlægingar á misbjóðandi, sviksamlegum eða afrituðum umsögnum/athugasemdum notenda og svörum við þeim, samkvæmt mati okkar.
 • Að notandanum sé veitt viðvörun.

Ákvörðun um viðeigandi refsingu fyrir brot á skilmálum þessum verður tekin á grundvelli alvarleika brotsins og fyrri hegðunar notandans á netvangnum. Ákvörðun um að fella varanlega niður rétt til að nota netvanginn kann einungis að teljast réttlætanleg hafi viðkomandi notandi þegar fengið viðvörun vegna fyrra brots á skilmálum þessum um að réttindi hans verði felld niður varanlega eftir annað brot.

Hafi einhverjar færslur þínar verið fjarlægðar, réttur þinn til að nota vefsetrið verið felldur niður eða þér synjað um aðgang að því eða einhverjum Erasmus+ verkfæranna átt þú rétt á að óska eftir rökstuðningi þeirrar ákvörðunar. Slíka beiðni skal senda á support@schooleducationgateway.eu. Teljist beiðni misbjóðandi, einkum vegna endurtekninga hennar, verður efni hennar ekki svarað. Í slíkum tilfellum verður viðkomandi upplýstur um að beiðnin teljist misbjóðandi og að engin frekari svör verði veitt.

Hafirðu athugasemdir um ákvörðun um að fella niður rétt þinn til að nota netvanginn geturðu senda þær á EAC-SEG@ec.europa.eu innan tveggja vikna eftir að ákvörðunin er tekin.

Sértækir skilmálar

Námskeiðalisti

 • Námskeiðalistinn er ætlaður til birtingar á tilkynningum um námskeið sem eru gjaldgeng sem tækifæri til dvalar erlendis fyrir starfsfólk skóla með fjármögnun Erasmus+ (lykilaðgerð 1: verkefni um dvöl erlendis fyrir starfsfólk skóla).
 • Nánari upplýsingar um umsóknarfresti, skilmála og verklag er að finna á vefsetri Erasmus+.
 • Sért þú námskeiðshaldari skaltu skoða „Gæðastaðlar fyrir námskeið sem falla undir lykilaðgerð 1 (dvöl erlendis fyrir einstaklinga)“ neðar á þessari síðu.
 • Athugið að sem stendur geta einungis kerfisumsjónarmenn School Education Gateway birt ný netnámskeiðá námskeiðalistanum.

Tækifæri til dvalar erlendis

 • Gagnagrunnurinn er ætlaður til birtingar á tækifærum til dvalar erlendis fyrir starfsfólk skóla, t.d. starfskynningum (e. job shadowing), kennsluáheyrn eða kennsluverkefnum í skóla eða annarri stofnun erlendis.
 • Erasmus+ getur veitt fjármögnun til tækifæra til dvalar erlendis samkvæmt evrópskri þróunaráætlun (e. European Development Plan) hvers skóla (sjá lykilaðgerð 1: verkefni um dvöl erlendis fyrir starfsfólk skóla).
 • Nánari upplýsingar um umsóknarfresti, skilmála og verklag má finna á vefsetri Erasmus+.

Samstarfsverkefni

 • Gagnagrunnurinn er ætlaður til birtingar á verkefnahugmyndum og tilkynningum um leit að samstarfsaðilum sem gjaldgengar eru sem samstarfsverkefni á skólasviði með fjármögnun ESB:
  • Samstarfsverkefni sem stuðla að nýsköpun
  • Samstarfsverkefni sem stuðla að því að deila góðum venjum
 • Nánari upplýsingar um umsóknarfresti, skilmála og verklag má finna á vefsetri Erasmus+.

Gæðastaðlar fyrir námskeið sem falla undir lykilaðgerð 1 (dvöl erlendis fyrir einstaklinga)

Á þessari síðu er gerð grein fyrir kröfum sem gerðar eru til kennaranámskeiða á vegum Erasmus+. Á síðunni er fjallað um upplýsingar og gagnsæi, efni námskeiða, kennsluaðferðir og önnur atriði. Til að tryggja sem mestan og langvarandi ávinning fyrir skóla og kennara er öllum námskeiðshöldurum skylt að hlíta þessum kröfum sem og markmiðum og reglum Erasmus+ verkefnisins. Þessar reglur ættu einnig að auðvelda skólum að finna hentug námskeið.