Stafrænu læsi komið til skila: leiðin áfram fyrir kennara og menntaaðila

Mynd: Compare Fibre / Unsplash.com

Nú sem aldrei fyrr snýst líf okkar um stafræna tækni. En það er augljóst að ásamt öllum þeim endalausu möguleikum sem stafrænni tækni fylgir, er einnig ógrynni af vandamálum um hvernig eigi að ganga um hinn stafræna heim.

Þegar ungt fólk er á netinu þarf það að taka upplýstar ákvarðanir: Eru þessar upplýsingar traustverðugar? Ætti að deila þessu frekar? Við þurfum að fóstra þessi viðbrögð hjá unga fólkinu okkar til að tryggja stafrænt læsi þess.

Og ekki er hægt að líta framhjá því mikilvæga hlutverki sem kennarar og menntaaðilar gegna: Hvernig er hægt að styðja nemendur til að tryggja að þeir fái sem mest út úr hinni stafrænu umbreytingu? Hvað virkar í stafrænni kennslu​?

Til að styrkja stafræna getu og kunnáttu hjá kennurum og menntaaðilum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komið á laggirnar sérstökum sérfræðingahópi til að móta „Almennar leiðbeiningar fyrir kennara og menntaaðila til að styrkja stafrænt læsi og tækla upplýsingafölsun með menntun og þjálfun,“ sem tekur beint til 7. aðgerðar í aðgerðaáætlun um stafræna menntun 2021-2027. Á fyrsta fundi sínum þann 13. október tók sérfræðingahópurinn saman samnefnara fyrir árangursríkar aðferðir og einblíndi á fimm lykilþemu:  

  • Gagnrýnin hugsun
  • Þjálfun og menntun kennara
  • Innræting, afsannanir og kennslufræði
  • Þátttaka nemenda
  • Nálgun samfélagsins og kennslufræði

Sérfræðingarnir undirstrikuðu margþætt eðli stafræns læsis og lögðu áherslu á nauðsyn þess að taka upp heildræna nálgun með þátttöku allra viðkomandi aðila (þ.e. nemenda, kennara, foreldra og samfélagsins).

Lokaskýrsla sérfræðingahópsins verður gefin út á fyrsta ársfjórðungi 2022 og verður fylgt eftir með birtingu lokaleiðbeininganna í september 2022 sem hluti af „aftur í skólann“ herferð um alla Evrópu. Hægt er að hafa samband við sérfræðingahópinn í gegnum tölvupóst eða Twitter.